Fort Fasteignir kynnir Vesturgötu 56, 101 Reykjavík.Um er að ræða fallega 4ra herbergja íbúð, á 2. hæð í fjórbýli, á frábærum stað nálægt miðbæ Reykjavíkur og Granda. Eignin skiptist í stofu og borðstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu undir stiga.EIGNIN ER SELDNánari lýsing:Gengið er inn í rúmgóðan
gang þaðan sem gengið er inn í önnur rými íbúðarinnar.
Stofa/borðstofa og eldhús í opnu og björtu rými með fallegu hvíttuðu eikarparketi á gólfi.
Eldhús er nýlegt með hvítri innréttingu, bökunarofni og uppþvottavél.
Þrjú svefnherbergi, tvö þeirra eru mjög rúmgóð og annað með góðum nýlegum fataskápum. Hvíttað eikarparket á gólfum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi. Sturtuklefi, vaskur, handklæðaskápur og speglaskápar fyrir ofan vask. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla sem fylgir íbúðinni er undir stiga í sameign.
Sameiginlegt
þvottahús er í kjallara hússins en þar er hver íbúð með sína þvottavél.
Hægt er að ganga inn í húsið bæði frá Vesturgötu og Seljavegi.
Íbúðin er skráð 98,3 fm.
Skipt var um járn á þaki árið 2007 og í fyrra voru frárennslislagnir endurnýjaðar og fóðraðar að hluta.
Parket er nýlegt (ca 2017). Sérsmíðaðir gluggarammar ásamt nýlegu gleri í allri íbúðinni.
Búið er að opna á milli stofu og borðstofu og færa eldhús inn í stofu, frá upprunalegu skipulagi. Þriðja svefnherbergið er núna þar sem eldhúsið var (sjá grunnteikningu).
Virkilega falleg eign á frábærum stað í rólegu hverfi, í göngufæri við leikskóla og grunnskóla, rétt við miðborgina, Granda og alla verslun, þjónustu og veitingahús.Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.