Hraunbær 54 , 110 Reykjavík (Árbær)
36.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
86 m2
36.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1967
Brunabótamat
27.150.000
Fasteignamat
34.650.000

Fort fasteignir kynnir Hraunbæ 54, 110 Reykjavík.
Um er að ræða bjarta og rúmgóða 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra hæða fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Reykjavík. Tvö svefnherbergi, björt stofa/borðstofa með svölum sem snúa í suður, eldhús með borðkrók og baðherbergi þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Á neðstu hæð hússins er sérgeymsla ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu og sameiginlegu þvottahúsi.
Góð staðsetning, stutt í alla helstu þjónustu og í göngufæri við skóla og leikskóla.


EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN

Nánari lýsing:
Gengið er inn í sameiginlegan stigagang hússins og þaðan upp á 4. hæð.
Gengið er inn í anddyri/hol sem er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús er með flísum á gólfi og góðri innréttingu úr hlyn. Borðkrókur, helluborð og vifta, bökunarofn í vinnuhæð, uppþvottavél og nýlegur ísskápur. Flísar á milli efri og neðri skápa og gluggi sem snýr í austur.
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi. Bjart rými með stórum gluggum. Úr stofu/borðstofu er gengið út á svalir sem snúa í suður og með útsýni yfir sameiginlegan garð með bekkjum og nýlega endurnýjuðum leiktækjum.
Svefnherbergisgangur er flísalagður og þar eru tvö svefnherbergi.
Hjónaherbergi er rúmgott með dúk á gólfi og góðum fataskápum.
Barnaherbergi er með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Baðkar með upphengdri sturtu og hvít innrétting með vaski. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara með borðplötu fyrir ofan og efri skápar.
Sér geymsla er á jarðhæð hússins, ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu og sameiginlegu þvottahúsi. Af jarðhæð er einnig útgengt út í garð á suðurhlið. Garðurinn er sameiginlegur fyrir hús númer 36-60 og er snyrtilegur með bekkjum og nýlega endurnýjuðum leiktækjum. Rétt fyrir utan lóðina er síðan róluvöllur og opið svæði með grasi og fótboltamörkum.
Stutt er í alla helstu þjónustu, og eru sundlaug, íþróttasvæði, skóli og leikskóli allt í göngufæri.
Samkvæmt eigendum er ástand hússins gott. Járn á þaki var endurnýjað ca 2010 ásamt rafmagnstöflu hússins. Nýlega var austurgafl hússins tekinn í gegn með múrviðgerðum og málaður og verið er að ganga frá hitalögnum í gangstétt að inngangi hússins.
Merkt bílastæði fylgir íbúðinni.
Eignin er skráð 86,1 fm, þar af er 4,6 fm sérgeymsla á jarðhæð.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.