Fort fasteignir kynnir Brávallagötu 4, 101 Reykjavík.
EIGNIN ER SELDUm er að ræða bjarta og rúmgóða 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fallegu húsi við Brávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjarmerandi eign með aukinni lofthæð, loftlistum og stórum gluggum. Húsið hefur verið mikið endurbætt á árinu og má þar nefna múrviðgerðir, málun og skipti á öllum gluggum. Frábær staðsetning í fallegri götu - göngufæri við miðbæinn, stutt í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.Bókið skoðun á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808Nánari lýsing:Gengið er inn um sameiginlegan inngang og þaðan inn í íbúðina. Ein íbúð er á hverri hæð. Einnig er hægt að ganga inn í íbúðina um
sérinngang sem er bakvið húsið.
Gangur/hol er með parketi á gólfi. Bjart rými þar sem eru tveir gluggar og hurð sem snúa út í baklóð hússins. Fataskápar eru á ganginum.
Stofan er tvöföld með rennihurðum á milli. Stórir gluggar og parket á gólfi. Fallegir skrautlistar í lofti. Mögulegt er að nota aðra stofuna sem
þriðja svefnherbergið.
Eldhús er með hvítri innréttingu og dúk á gólfi. Ísskápur, uppþvottavél, helluborð og nýlegur bökunarofn.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er með parketi á gólfi og lausum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta af veggjum. Flísalögð sturta, klósett og lítil innrétting með skápum og vaski.
Sér geymsla er í kjallara ásamt sameiginlegu
þvottahúsi og geymslu.Eignin er skráð 109,2 fm, þar af er 7,4 fm sérgeymsla í kjallara.
Miklar endurbætur fóru fram á húsinu fyrr á þessu ári:
* Múrviðgerðir og húsið málað.
* Skipt um alla glugga (og svalahurð í íbúð 101)
* Viðgerð á svölum og handrið endurnýjuð.
* Gert við rennur og niðurföll.
Þak og frárennslilslagnir voru endurnýjaðar á árunum 2011-2012.
Virkilega falleg eign sem býður upp á mikla möguleika!Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu
[email protected] eða í síma 869-1808.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.