Heiðmörk 28H , 810 Hveragerði
40.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
3 herb.
92 m2
40.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1989
Brunabótamat
34.900.000
Fasteignamat
25.650.000

Fort Fasteignir kynnir fallegt 3ja herbergja parhús við Heiðmörk 28H í Hveragerði.
Virkilega snyrtileg eign með tveimur góður svefnherbergjum, fallegum sólskála, palli í suðvestur og snyrtilegum garði. Húsið stendur innst í botngötu. Góð staðsetning í göngufæri við alla helstu  þjónustu. Sjón er sögu ríkari!


EIGNIN ER SELD

Nánari lýsing:
Gengið er inn í forstofu sem er með gólfhita og flísum á gólfi. Inn af forstofu er geymsla, einnig með flísum á gólfi, sem lokað er með rennihurð. Í geymslunni er skápur og góðar hillur og búið er að setja tengi fyrir þvottavél. Í geymslunni er lúga í loftinu sem liggur upp á geymsluloft sem nær yfir allt húsið.
Úr forstofu er gengið inn í stofu og borðstofu sem eru í björtu og opnu rými. Gegnheilt parket er á gólfum. Úr stofunni er opið yfir í fallegan sólskála sem er með hita í gólfum. Sólskálinn var yfirfarinn og endurnýjaður að miklu leyti árið 2014. Úr sólskálanum er hurð út á pallinn, sem er fyrir framan húsið og snýr í suðvestur.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvítri innréttingu. Bláar mósaík flísar eru á milli efri og neðri skápa.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2014. Hiti er í gólfum og brúnleitar flísar á gólfum, hluta af veggjum og inni í sturtu. Hvítar flísar eru á tveimur veggjum og gráar mósaík flísar í kringum sturtu, á klósettkassa og á borðplötu. Hvít innrétting, vaskur og upphengt klósett.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi. Búið er að opna úr hjónaherbergi yfir í rými sem áður var notað sem þvottahús en mögulegt er að nota t.d. sem fataherbergi. Í þvottahúsi/fataherbergi eru flísar á gólfi, vaskur og hurð sem liggur út á baklóð hússins. Einfalt er að loka aftur á milli ef eigandi vill nota rýmið sem þvottahús.
Auka herbergið er með parketi á gólfi og þar er gott pláss til að setja fataskápa.
Lóðin í kringum húsið er einstaklega falleg og snyrtileg og hefur verið vel hugsað um hana síðustu ár.
Eignin er skráð 92,8 fm, þar af er sólskálinn skráður 9,6 fm.

Gott viðhald hefur verið á húsinu og var meðal annars skipt um þakjárn og þakkant árið 2014. Sólskálinn var yfirfarinn og endurnýjaður að miklu leyti, ásamt því að gluggar og gler í öllu húsinu var yfirfarið og skipt um það sem þurfti.
Frábær staðsetning á rólegum stað í Hveragerði, innst í botnlanga.

EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA!

Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.