Meistaravellir 35 , 107 Reykjavík (Vesturbær)
49.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
109 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1965
Brunabótamat
29.650.000
Fasteignamat
47.750.000

Fort Fasteignir kynnir rúmgóða 4ra herbergja endaíbúð, á 2. hæð, við Meistaravelli 35, 107 Reykjavík.
Frábær staðsetning í vesturbæ Reykjavíkur, í göngufæri við skóla, leikskóla, íþróttasvæði, sundlaug og alla helstu þjónustu.

EIGNIN ER SELD


Nánari lýsing:
Gengið er inn í stigagang sem er með teppum á gólfum. Íbúðin er á 2. hæð.
Anddyri er rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Stofan er björt með stórum gluggum í tvær áttir og parketi á gólfum. Úr stofu er útgengt á svalir sem snúa í suður.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvítri innréttingu. Bökunarofn, helluborð og vifta. Tengi fyrir uppþvottavél og þvottavél. Innst í eldhúsi er borðkrókur við glugga sem snýr í suður og opið inn í stofu.
Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi og góðum skápum.
Baðherbergi er með hvítum flísum á gólfi og veggjum. Baðkar, klósett og hvít innrétting með vaski.
Hjónaherbergi er rúmgott með stórum skápum. Tvö barnaherbergi með parketi á gólfum.
Í kjallara hússins er sameiginleg vagna- og hjólageymsla, sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi, ásamt 4,2 fm sérgeymslu.
Eignin er skráð 109,5 fm, þar af er íbúðin sjálf skráð 105,3 fm og sérgeymsla 4,2 fm.

Parket og innihurðir voru endurnýjaðar árið 2018 og er fljótandi parket á allri íbúðinni (engir þröskuldar). Árið 2017 var skipt um alla glugga í íbúðinni, að undanskildum glugga í einu herbergi og svalahurðinni.
Lóðin er snyrtileg og húsinu hefur verið vel viðhaldið. Samkvæmt eiganda er búið að endurnýja frárennslislagnir og húsið var sprunguviðgert og málað á árunum 2017-18. Húsfélag er vel rekið.

Virkilega góð eign á frábærum stað í hjarta Vesturbæjar.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.