Borgarholtsbraut 67 , 200 Kópavogur
43.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjórbýli
2 herb.
66 m2
43.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
27.600.000
Fasteignamat
40.000.000

Fort Fasteignir kynnir afar vandaða tveggja herbergja íbúð í nýju glæsilegu tveggja hæða fjórbýli, með sérinngangi, við Borgarholtsbraut 67, í grónu hverfi í vesturbæ Kópavogs.

EIGNIN ER SELD


Íbúðin er á efri hæð og er samtals 66,7 fm að stærð. Íbúðinni verður skilað fullbúinni en án gólfefna (nema á votrýmum) og með 32,4 fm svölum sem snúa í suður. Bílastæði fylgir íbúðinni. Frábær staðsetning. Á bakvið húsið er almenningsgarðurinn Listatún og þar við hliðina er róluvöllur. Grunnskóli, leikskóli, sundlaug og öll helsta þjónusta í göngufæri.

Áætluð afhending 15. október 2019. 
Væntanlegir kaupendur hafa möguleika á að velja innréttingar og gólfefni.


Nánari lýsing:
Gengið er upp stigaop og þaðan inn í íbúðina. Andyrið er flísalagt með fataskáp.
Svefnherbergi er með fataskáp.
Baðherbergi er rúmgott. Gólf eru flísalögð og veggir að hluta. Sérsmíðuð innrétting með handlaug. Handklæðaofn og upphengt salerni. Sturtubotn er flísalagður og sturtuhlið úr hertu gleri. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherbergi.
Stofa og eldhús eru í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum og rennihurð út á 32,4 fm svalir sem snúa í suður, með frábæru útsýni. Svalir eru einangraðar, timburpallur á yfirborði og glerhandrið.
Í eldhúsi er sérsmíðuð innrétting með vaski og blöndunartækjum. Spanhelluborð og vifta á eyjuháfi, ásamt bökunarofni.
Geymsla er innan íbúðar.
Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Flísar á gólfum í forstofu, baðherbergi og geymslu. Að öðru leyti er íbúðinni skilað án gólfefna en tilbúinni til lokafrágangs.

Húsinu er skilað fullbúnu að utan. Burðarvirki er steinsteypt og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir. Klæðningin er þrískipt, bárujárn er á stærstum hluta hússins. Lerki klæðning er á 2. hæð hjá svölum og á 1. hæð í kringum innganga í íbúðir, og slétt ál er í kringum öll skyggni og í stigaopi upp á 2. hæð.
Íbúðum á jarðhæð er skilað með veröndum og skjólvegg á milli íbúða. Bílastæði verða malbikuð og gangstétt hellulögð. Gras verður sett á aðra hluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir 8 sorptunnum í sorpgerði á hliðum hússins og skilast húsið með sorptunnugerðum. Húsinu er ekki skilað með grindverki.

Einstaklega vönduð íbúð í nýju, glæsilegu húsi á frábærum stað í Kópavogi.


Allar nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 með vsk, sbr. kauptilboð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.